Fimm prófessorar við Há­skóla Ís­lands, Há­skólann á Akur­eyri og Stokk­hólmar­há­skóla kalla eftir því að hér fari fram upp­lýst sam­fé­lags­um­ræða um að Ís­land verði til­rauna­land fyrir fjórða fasa rann­sóknar á bólu­efni lyfja­fyrir­tækisins Pfizer.

Greint hefur verið frá því áður að ís­lensk stjórn­völd hafi verið í um­ræðum við fyrir­tækið um um mögu­­leikann á því að fram­­kvæma hjarðó­­næmis­til­raun hér á landi.

Þau Vil­hjálmur Árna­son, prófessor í heim­speki og stjórnar­for­maður Sið­fræði­stofnunar Há­skóla Ís­lands, Eyja Margrét Brynjars­dóttir, prófessor í heim­speki og hag­nýtri sið­fræði við Há­skóla Ís­lands, Finnur Dellsén, dósent í heim­speki við Há­skóla Ís­lands, Hlynur Orri Stefáns­son, dósent í hag­nýtri heim­speki við Stokk­hólmar­há­skóla og Sigurður Kristins­son, prófessor í heim­speki við Há­skólann á Akur­eyri segja í grein sinni, sem birtist í Frétta­blaðinu í dag, að mörgum spurningum þurfi að svara áður en þjóðin á­kveður að taka þátt í slíkri til­raun.

„Um leið og viður­kennt er að það sé sið­ferði­lega vafa­samt að reyna að fá sér­stakan for­gang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við al­var­legri vanda en Ís­lendingar, er því haldið á lofti að um yrði að ræða mikil­væga rann­sókn sem gagnast myndi allri heims­byggðinni,“ segir í greininni.

Eðlilegt að upplýsa um samfélagsleg áhrif

Þau benda á að hér hafi verið bent á að sér­stak­lega góðir inn­viðir séu til þátt­töku í slíkri rann­sókn en að ekki hafi komið fram hver sé gagn­semin fyrir lands­menn og aðrar þjóðir. Þau segja það eðli­legt að al­menningur sé upp­lýstur um rann­sóknina og sam­fé­lags­leg á­hrif hennar og varpa fram spurningum sem þau telja nauð­syn­legt að svara.

Þau spyrja um vísinda­legt gildi og hnatt­ræna gagn­semi rann­sóknarinnar, hvers konar þekkingar verði aflað og hvaða rök séu fyrir því að rann­sóknin sé fram­kvæmd hér þegar fyrir­sjáan­legur skortur er á bólu­efni um allan heim, sér­stak­lega hjá fá­tækari ríkjum heimsins. Þá benda þau á að þar sem að inn­viðir séu sterkir hér þá gæti bólu­setning lík­lega bjargað fleiri lífum annars staðar, þar sem inn­viðir eru það ekki.

„Yrði á­vinningur þátt­tak­enda því ef til vill meiri ef rann­sóknin færi fram annars staðar?“ spyrja þau.

Samþykki mikilvægt

Þá segja þau margar á­leitnar spurningar er varða sið­ferði­legt rétt­mæti rann­sóknarinnar. Til dæmis hvernig eigi að afla sam­þykkis, hvort að þátt­taka sé skil­yrði og hvað verði um þau sem ekki vilja taka þátt. Þá segja þau einnig mikil­vægt að svara því hvað verði gert við gögnin sem er safnað og hver fái að­gang að þeim

„Er á­hætta fólgin í því að heil þjóð verði rann­sóknar­þýði fyrir al­þjóð­legt lyfja­fyrir­tæki?“ spyrja þau.

Að lokum vekja þau svo at­hygli á ýmsum spurningum er varða lýð­ræði og al­þjóða­sam­starf. Þau spyrja hvernig verði hægt að tryggja lýð­ræðis­legt lög­mæti rann­sóknar sem varðar alla þjóðina og hvernig slík rann­sókn sam­rýmist mark­miði Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar (WHO) og annarra al­þjóða­stofnana um að tryggja jafnt að­gengi allra þjóða að bólu­efni.

„Upp­lýst sam­fé­lags­um­ræða er mikil­vægur að­dragandi svona rann­sóknar, en hún tekur tíma. Í nú­verandi á­standi getur verið freistandi að ýta til hliðar erfiðum spurningum en það er hluti af góðu rann­sókna­sið­ferði og lýð­ræðis­menningu að gefa þeim gaum,“ segja þau að lokum.

Greinin er að­gengi­leg hér í heild sinni.