Lyfja­stofnun, Em­bætti land­læknis og Sjúkra­tryggingar Ís­lands hafa sent frá sér sam­eigin­legt bréf til stofnana og fyrir­tækja sem selja lækninga­tæki og veita heil­brigðis­þjónustu hér á landi vegna frétta Al­þjóða­sam­taka rann­sóknar­blaða­manna, ICIJ, þar sem full­yrt var að fjöldi í­græddra lækninga­tækja upp­fylli ekki þær öryggis­kröfur sem gera verður til slíkra tækja, og að eftir­liti með þeim sé á­bóta­vant. 

Í bréfi stofnananna þriggja er vísað til laga um til­kynningar­skyldu fram­leið­enda, selj­enda eða not­enda lækninga­tækja vegna frá­vika eða ó­virkni þeirra, laga sem snúa að öllum stofnununum þremur. Stofnanirnar beina þeim til­mælum til þeirra sem selja slík tæki að þau kynni sér niður­stöður rann­sókna og frétta ICIJ, og kanni hvort notuð séu, eða hafi verið notuð lækninga­tæki eða í­græði af því tagi sem um var fjallað í um­fjöllun þeirra. 

Í bréfinu er mælst til þess að sér­stak­lega verði tekin til at­hugunar gang­ráðar, bjarg­ráðar, brjósta­púðar, gervi­mjaðmaliðir, gervi­hjarta­lokur, í­græðan­legar lyfja­dælur og kopar­lykkjur. 

Þá eru fyrir­tækin og stofnanirnar beðin að upp­lýsa Lyfja­stofnun hafi komið upp til­vik þar sem kunni að vera frá­vik, galli eða ó­virkni slíkra tækja, sem gætu valdið eða hafa valdið heilsu­tjóni eða dauða. 

Fram kemur í bréfinu að til­kynningar­skyldan varði einnig Em­bætti land­læknis og Sjúkra­tryggingar Ís­lands.

Nánari upplýsingar um bréf stofnananna er að finna hér.

Bréfið má lesa hér.