Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir, gagn­rýnir það harð­lega í færslu á Face­book-síðu sinni, að lög­reglan hafi um ára­bil haft vit­neskju um mikið magn hefndar­kláms gegn ís­lenskum stúlkum á netinu, sumar á barns­aldri, og hafi ekkert að­hafst en nú þegar full­orðinn skip­stjóri telur að mögu­lega hafi kyn­ferðis­legt efni verið af­ritað úr síma hans og birt bregðist lög­reglan við af fullum þunga.

Þór­dís vísar þar í til máls Páls Stein­gríms­sonar og blaða­mannanna fjögurra hjá Kjarnanum, RÚV og Stundinni sem voru boðaðir í skýrslu­tökur hjá lög­reglu­stjóranum á Norður­landi eystra en lög­reglu­em­bættið rann­sakar nú kyn­ferðis­brot gegn Páli Stein­gríms­syni, skip­stjóra Sam­herja, sem að sögn lög­reglu felst í því að blaða­menn hafi veitt við­töku og miðlað upp­lýsingum sem hafi inni­haldið klám­efni úr hans einka­eigu.

„Hér spýtir lög­reglan í lófana og fjórir blaða­menn liggja nú undir grun um kyn­ferðis­brot, þótt kyn­ferðis­brotið sjálft liggi ekki fyrir - ó­líkt þeim þúsundum mynda af stúlku­börnum sem sannan­lega liggja fyrir á vef­síðu sem yfir­völdum er mæta kunnugt um,“ segir Þór­dís Elva í færslunni og segir svo:

„Segðu mér hver for­gangs­röðun þol­enda er er án þess að segja mér hver for­gangs­röðun þol­enda er.“

Blaðamennirnir fjórir sem liggja undir grun eru þau Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson og Kjarnanum, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og svo Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni.
Mynd/Samsett

100 notendur núna inni á síðunni að brjóta á íslenskum stelpum

Þór­dís Elva bendir í færslu sinni á að sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var við Há­skólann á Akur­eyri eru 99 prósent myndanna á um­ræddri síðu af stúlkum og 76 prósent þeirra eru undir lög­aldri, með öðrum orðum er yfir­gnæfandi meiri­hluti brota­þolanna börn.

„Árum saman hefur ís­lenska lög­reglan haft vit­neskju um þessa síðu, sem hefur ótal sinnum verið til­kynnt, en ekki tekin niður. Ekki einu sinni þótt mý­mörg lög séu brotin, t.d. lög um barna­klám, kyn­ferðis­lega frið­helgi, per­sónu­vernd og æru­meiðingar. Ekki einu sinni þótt tánings­stúlkur á við­kvæmasta aldri þurfi að una við að nektar­myndum af þeim sé deilt með um­mælum um að þær séu svo ó­geðs­legar að ekki einu sinni hreinir sveinar myndu geta hugsað sér að nauðga þeim. Ekki einu sinni þótt aðrir not­endur taki undir og hlæi að hótunum um of­beldi sem myndu brjóta sterkustu ein­stak­linga á bak aftur. Í þessum töluðu orðum eru tæp­lega hundrað not­endur inni á við­komandi vef­síðu, að brjóta á þeim stúlkum og börnum sem þar gefur að líta gegn vilja sínum. Of­beldið stendur yfir alla daga ársins og linnir aldrei fyrir þol­endurna. Þetta þurfa ís­lensk börn ein­fald­lega að láta yfir sig ganga öll sín upp­vaxtar­ár, sem ömur­lega og ó­breytan­lega stað­reynd til­verunnar. Með­fylgjandi skjá­skot voru tekin í dag, þar sem sést að sumt af þessu grófa of­beldis­efni hefur verið til sýnis á vef­síðunni í sjö ár,“ segir Þór­dís.

Fleiri gagnrýna viðbrögð lögreglu

Hún er ekki sú eina sem hefur vakið máls á þessu en Edda Falak, hlað­varps­stjórnandi, segir á Twitter að fólk þurfi greini­lega að vera í „skæru­liða­deild Sam­herja“ svo að lög­reglan setji fullan þunga sinn í að rann­saka brot um hefndar­klám og líf­láts­hótanir.

Þá segir Val­gerður Árna­dóttir, starfs­maður Eflingar og Pírati, á Face­book-síðu sinni að greini­lega þurfi fólk að vera „vel tengdur karl­maður á miðjum aldri“ svo að lög­reglan taki það að sér að rann­saka hefndar­klám.

Hér að neðan má sjá fleiri færslur á samfélagsmiðlum sem tengjast sama máli og gagnrýni.