Á Ís­land­i eru til all­nokk­ur fjöll sem heit­a Kald­bak­ur. Hæst­ur er sá við aust­an­verð­an Eyj­a­fjörð (1.173 metr­ar) upp af Gren­i­vík, í Vest­ur-Skaft­a­fells­sýsl­u er ann­ar (732 m) og sá þriðj­i er norð­an við Kald­baks­vík á Strönd­um. Síð­ast en ekki síst er það Kald­bak­ur mill­i Arnar­fjarð­ar og Dýr­a­fjarð­ar sem jafn­framt er hæst­a fjall Vest­fjarð­a, 998 metr­a hátt.

Úr fjar­lægð lík­ist fjall­ið bát á hvolf­i og er glæs­i­legt á að líta, en rétt hjá eru Lok­in­hamr­ar, eitt ein­angr­að­ast­a býli á Ís­land­i, og Tjald­a­nes­fjöll sem helst líkj­ast ind­í­án­a­tjöld­um. Nafn­ið Vest­firsk­u Alparn­ir hef­ur oft ver­ið not­að um þett­a svæð­i en þótt Kald­bak­ur trón­i hæst er hann með smá minn­i­mátt­ar­kennd því hann vant­ar tvo metr­a upp á að ná 1.000 metr­a hæð . Það má leys­a með því að klíf­a mynd­ar­leg­a vörð­u á toppn­um eða hrein­leg­a teygj­a úr sér.

Útsýni af Kaldbak til suðurs. Fossdalur til vinstri og Stapadalur til hægri en handan við Arnarfjörð eru Ketildalir
Mynd/Ólafur Már Björnsson

Efst er Kald­bak­ur flat­ur eins og mörg vest­firsk fjöll, en hlíð­arn­ar eru snar­bratt­ar og sund­ur­skorn­ar. Í all­ar átt­ir býðst gríð­ar­legt út­sýn­i yfri stór­an hlut­a af Vest­fjörð­um og suð­ur á Snæ­fells­nes en sér­stak­leg­a þó yfir Ket­ild­al­i við sunn­an­verð­an Arnar­fjörð og norð­ur í Dýr­a­fjörð. Það er til­töl­u­leg­a auð­velt að gang­a á Kald­bak, ekki síst ef ekið er eft­ir tor­fær­um jepp­a­veg­i upp í Kvenn­a­skarð sem skil­ur að Dýr­a­fjörð og Arnar­fjörð. Í skarð­in­u er hægt að skilj­a bíl­inn eft­ir og tek­ur gang­an upp og nið­ur ekki nema 4 klst.

Útsýni af Kaldbak er frábært. Hér er horft til norðurs ofan í Dýrafjörð.
Mynd/Ólafur Már Björnsson

Skemmt­i­legr­a er þó að hefj­a göng­un­a Arnar­fjarð­ar­meg­in við mynn­i Foss­dals og gang­a norð­ur eft­ir jepp­a­slóð­an­um upp að skarð­in­u og það­an á tind­inn. Þett­a leng­ir göng­un­a um helm­ing en er vel þess virð­i, enda Foss­dal­ur eink­ar fal­leg­ur og gró­inn. Einn­ig má hefj­a göng­un­a Dýr­a­fjarð­ar­meg­in við bæ­inn Kirkj­u­ból og fylgj­a sama jepp­a­slóð­a í suð­ur. Þess­ar leið­ir eru einn­ig mjög skemmt­i­leg­ar fyr­ir fjall­a­hjól og nátt­úr­u­hlaup­ar­a.

Er þá til­val­ið í sömu ferð að hjól­a fyr­ir Lok­in­hamr­a og eft­ir svo­köll­uð­um Kjar­ans­veg­i að Þing­eyr­um. Mill­i Stap­a­dals og Lok­in­hamr­a ligg­ur veg­ur­inn í sjáv­ar­mál­in­u og því verð­ur að sæta sjáv­ar­föll­um til að kom­ast leið­ar sinn­ar. Fyr­ir þá sem vilj­a spreyt­a sig á fleir­i fjall­göng­um í Vest­firsk­u Ölpun­um þá bjóð­a Tjald­a­nes­fjöll­in upp á veisl­u, en einn­ig er til­val­ið að skoð­a í leið­inn­i foss­inn Dynj­and­a innst í Arnar­firð­i.