Ný­liðinn janúar var kaldasti janúar­mánuður á lands­vísu á þessari öld. Hæsti hiti mánaðarins mældist rúm­lega 14 stig á Dala­tanga og lægstur mældist hann -23,5 stig við Setur sunnan Hofs­jökuls. Meðal­hiti var -1,8 stig í Reykja­vík og -1,5 stig á Akur­eyri.

Þá eru fjöru­tíu og sex ár liðin síðan fleiri sól­skins­stundir mældust síðast í höfuð­borginni í janúar og á Akur­eyri mældust 2,5 sól­skins­stundir í mánuðinum, sem er fjórum stundum undir meðal­lagi.

Mynd/Veðurstofa Íslands

Á vef Veður­stofu Ís­lands kemur fram að fyrri hluti mánaðarins hafi verið mjög kaldur á öllum spásvæðum vestari helming landsins, að undan­skildum Vest­fjörðum. Janúar hafi því verið sá kaldasti á Suður­landi, Faxa­flóa, Breiða­firði, Ströndum og Norður­landi vestra.

Þá voru al­hvítir dagar tuttugu og tveir í höfuð­borginni, sem er tíu dögum oftar en í meðal­ári, og á­tján á Akur­eyri, sem eru fjórum færri en í meðal­ári. Þá var jörð alauð þrjá morgna í Reykja­vík í janúar en einungis einn morgun á Akur­eyri.

Í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands kemur fram að snarpir og vara­samir svipti­vindar komi til landsins með hlýju lofti á morgun frá klukkan níu og fram yfir há­degi á norðan­verðu Snæ­fells­nesi og í Ísa­fjarðar­djúpi. Eins á Norður­landi frá um klukkan ellefu og þar til síð­degis. Einkum vestan til í Eyja­firði norðan Akur­eyrar og á Trölla­skaga.

Mynd/Veðurstofa Íslands