Nýliðinn ágústmánuður var sá kaldasti á landsvísu síðan árið 1993. Þetta kanna að koma mörgum borgarbúum á óvart miðað við þann hita sem var fyrr í sumar en norðanmönnum síður. Það eru einkum Norðurland, Austurland og Vestfirðir sem draga meðaltalið niður. Er hiti sumarsins alls 0,1 gráðu undir meðalhita síðustu 10 ára.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að það þurfi ekki endilega að vera mikil tenging á milli hitastigs mánaða. „Mánuðirnir eru nokkuð frjálsir en vanalega er mest samband milli júlí og ágúst og því koma þessi umskipti aðeins á óvart,“ segir Trausti.