„Ef þetta eru þakkirnar fyrir það sem fólk er búið að leggja á sig, og sér­stak­lega starfs­fólk ríkisins bæði í heil­brigðis­kerfinu og öðrum kerfum til að halda þeim gangandi síðustu tvö og hálft árið, þá er eitt­hvað mikið að,“ segir Þórarinn Ey­fjörð, vara­for­maður BSRB, um þá á­kvörðun Fjár­sýslu ríkisins að seinka út­greiðslu launa ríkis­starfs­manna þar til eftir mánaða­mót.

Fjár­sýsla ríkisins hefur ó­vænt beitt heimild til þess að greiða laun á fyrsta virka degi nýs mánaðar. Það þýðir að launa­menn hjá ríkinu fara launa­lausir inn í verslunar­manna­helgina, sem er ein stærsta ferða­helgi ársins.

Þórarinn segir þessa á­kvörðun Fjár­sýslunnar í besta falli ó­hentuga.

„Skuld­bindingar launa­greið­enda miðast oft við fyrsta dag hvers mánaðar. Þannig að án þess að vita hvaða rök eða mál­efna­legu á­stæðu þau hafa fyrir þessari á­kvörðun, er það á­kaf­lega baga­legt ef ríkis­valdið er að koma fólki í vand­ræði eða láta það kosta aukin út­gjöld með því að tefja launa­greiðslu. Þetta gera al­menni­legir launa­greið­endur ekki,“ segir Þórarinn.

„Án þess að vita hvaða rök eða mál­efna­legu á­stæðu þau hafa fyrir þessari á­kvörðun, er það á­kaf­lega baga­legt ef ríkis­valdið er að koma fólki í vand­ræði eða láta það kosta aukin út­gjöld með því að tefja launa­greiðslu. Þetta gera al­menni­legir launa­greið­endur ekki“

Fjár­sýsla ríkisins hefur heimild til að beita þessu á­kvæði, sam­kvæmt 10. grein laga númer 70/1996 um réttindi og skyldur opin­berra starfs­manna. Stofnunin hefur einungis beitt henni einu sinni áður. Það var í maí síðast­liðnum, en þá héldu margir að um mis­tök væri að ræða.

Að sögn Þórarins er þessi að­ferða­fræði við út­greiðslu launa til starfs­manna ríkisins ill­skiljan­leg.

„Við skulum ekki gleyma því að það er mjög stór hópur ríkis­starfs­manna núna sem hefur lagt bæði fjöl­skyldu­líf sitt til hliðar, á­huga­mál og um­gengni við sína nánustu vegna far­aldursins, og hefur verið í á­kaf­lega erfiðri stöðu við að reyna af öllum mætti að halda sam­fé­laginu gangandi. Að þetta skuli svo vera kveðjurnar sem ríkið sendir sínum starfs­mönnum sem hafa staðið sig svona vel er með ó­líkindum,“ segir Þórarinn, og bætir við: „Það mætti halda að þeir sem taka svona á­kvörðun séu ekki alveg með fullu viti. Þeim væri mjög hollt að lesa sér að­eins til í mann­auðs­stjórnun.“