Haust­veðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjón­deildar­hringinn, þá leitar maður ó­sjálf­rátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunar­stjóri í Bók­sölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróð­leiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endur­lesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“

Óttarr segir það lúxus að vinna í bóka­búð. „Því maður er alltaf að detta um eitt­hvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffi­reikninginn. Haustið er sér­hannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undan­farið: Rachel Cusk er ensk skáld­kona sem skrifar svo undur­sam­lega um hvers­daginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og sögu­þráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnug­leiki yfir öllu. Ég raðlas þrí­leikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er lík­lega ó­hætt að telja það góð með­mæli.

Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarf­punkti, sem sé hroll­vekjandi heillandi lýsing á vald­leysi kvenna í Egypta­landi. „Og reyndar nauð­syn­leg hug­vekja um hlut­skipti hinna niður­níddu yfir­höfuð. The Palm Wine Drin­kard eftir nígeríu­manninn Amos Tutu­ola er ein af mínum upp­á­halds­bókum. Eltinga­leikurinn við full­komna herra­manninn á markaðnum sem endar í haus­kúpu­þorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.

Fyrir þá sem ætla sér að leggjast al­menni­lega í lestrar­híði þá ráð­leggur bók­salinn þeim upp­færslu á stærri kaffi­vél í leiðinni.

Þre­faldur espressó Ei­ríks

Ei­ríkur Stephen­sen þrumaði hressi­lega úr heið­skíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guð­mundar. Þetta er saga af yfir­náttúru­legum at­burðum í vestur­bæ Reykja­víkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rök­rétt og trúan­leg. Þessi lestur var eins og vel­heppnaður bolli af þre­földum espressó.

Múttan eftir frönsku glæpa­sagna­drottninguna Hannelor­e Ca­yre er annar gull­moli. Bráð­fyndin og ó­vænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ó­lesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr.

Fyrir þá sem ætla sér að leggjast al­menni­lega í lestrar­híði þá ráð­leggur bók­salinn þeim upp­færslu á stærri kaffi­vél í leiðinni.

„Í upp­hafi vetrar og með til­liti til komandi skamm­degis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sér­stak­lega með The Gold­finch sem aflaði Donnu Tart­t Pulitzer-verð­launa árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokk­þrí­leikur Neal Stephen­son er meistara­stykki sýndar­heim­spönk­stílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Ís­lands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráð­leggja upp­færslu i stærri kaffi­vél í leiðinni.“