Veðurstofan varar við versnandi veðri á Hellisheiði og í Þrengslum um klukkan 18 í kvöld. Kominn verður kafaldsbylur snemma frá um klukkan 20 sem stendur fram yfir miðnætti þegar lægir og hlánar.
Á láglendi Suðurlands og Suðvesturlands fer fljót í slyddu og rigningu undir kvöldið.
Vegagerðin segir vetrarfærð víða á landinu, snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Twitter síðu Vegagerðarinnar.
Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu, snjóþekja, hálka eða hálkublettir. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 30, 2020