„Auðvitað er mikil vinna að baki. Það er einhver óútskýrður metnaður í mér alla tíð og ég helgaði mig svo verkefnunum,“ segir Guðfinna í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál á Hringbraut.

„Kannski fékk ég það með móðurmjólkinni að vera jákvæð og bjartsýn. Ég nenni ekki að hafa leiðinlegt í kringum mig. Maður ræður því svolítið,“ segir hún glöð í bragði.

Guðfinna ítrekar að ef það sé gaman, þá sé dásamlegt að lifa. „Það þarf að hafa kærleikann í farteskinu, fullt af honum,“ segir hún og bætir við að kærleikurinn sé stórlega vanmetinn í atvinnulífinu og úti um allt. „Og ekki síður, að það sé bara gaman.“

Hægt er að skoða klippu úr þættinum hér að neðan. Þáttinn og viðtalið í heild sinni má horfa á hér.