For­maður For­eldra­sam­taka gegn á­fengis­aug­lýsingum lagði inn kæru gegn Heim­kaupum til lög­reglu í kjöl­far þess að fyrir­tækið hóf net­sölu á á­fengi. Heim­kaup hóf sölu á­fengi á net­verslun sinni í gær, fyrst stór­markaða. Vísir greindi frá.

Ís­lensk fyrir­tæki mega ekki selja á­fengi sam­kvæmt lögum. Fyrir­tæki verða að vera skráð er­lendis til að komst hjá þeirri reglu­gerð. Hildur Sverris­dóttir, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, vill breyta laga­rammanum í kringum net­sölu á­fengis til að jafna sam­keppni­stöðu fyrir­tækja á ís­lenskum markaði.

Í sam­tali við Vísi segir Hildur á­hugi sé meðal þing­manna fyrir því að breyta lögunum. Hún hefur lagt fram frum­varp þar sem net­sala á­fengis yrði leyft á Ís­landi þannig að fyrir­tæki skráð á Ís­landi geti orðið sam­keppnis­hæf í þeim málum.

Árni Guð­munds­son, for­maður for­eldra­sam­taka gegn á­fengis­aug­lýsingum, segir í við­tali við Stöð 2 að hann hafi á­hyggjur af auknu að­gengi að á­fengi. Hann segir net­sölu Heim­kaupa brjóta í bága við lögin. Hann kærði söluna til lög­reglu fyrir hönd sam­takanna.