Innlent

Vagnstjóri kærði farþega eftir árás í Borgarnesi

Farþeginn var í annarlegu ástandi og brást hinn versti við þegar vagnstjórinn reyndi að vekja hann.

Strætó í Mjóddinni. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Anton Brink

Til átaka kom milli bílstjóra og farþega um borð í Strætó í Borgarnesi í morgun. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, við Fréttablaðið en mbl.is greindi fyrst frá atvikinu.

Vagninn var kominn á leiðarenda, frá Reykjavík til Borgarness þegar atvikið varð. Vagnstjóri ýtti þá við sofandi farþega sem greitt hafði fyrir far upp í Borgarnes, og vildi að hann yfirgæfi vagninn áður en hann héldi af stað suður á nýjan leik. Farþeginn sem mun hafa verið í annarlegu ástandi, brást hinn versti við og lét höggin að sögn dynja á vagnstjóranum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og er í fangelsi í Borgarnesi, að sögn Guðmundar Heiðars.

Vagnstjórinn leitaði sér aðhlynningar á heilsugæslustöð. Myndataka leiddu þó í ljós að hann er óbrotinn, en bólginn á hönd. Suðurferðinni hafi seinkað um klukkutíma vegna þessa. 

Guðmundur segir að vagnstjórinn hafi þegar kært árásina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lilja vill auka aðsókn í kennaranám og lítur til Finnlands

Innlent

Ekki unnt að senda þyrlu vegna skerts hvíldar­tíma

Innlent

Ekki leitað á morgun sökum veðurs

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Tveir teknir án réttinda með fíkniefni

Bretland

Konungs­fjöl­skyldan birtir brúð­kaups­myndirnar

Bandaríkin

Heitir „hörðustu refsiaðgerðum sögunnar“ gegn Íran

Innlent

Úrskurðuð látin eftir slys á Villinga­vatni

Innlent

Sagt upp eftir út­tekt á líðan starfs­fólks skólans

Erlent

Fegra umsagnir veitinga­staða fyrir HM

Auglýsing