Fyrr­verandi starfs­maður AÞ-þrifa hefur verið kærður til lög­reglu af Orku náttúrunnar (ON) vegna þess að hann setti upp mynda­vélar á salernis­að­stöðu í Nesja­valla­virkjun. Fyrst var greint frá á DV.is.

AÞ-þrif segja í yfir­lýsingu til DV vegna málsins að starfs­manninum hafi um­svifa­laust verið sagt upp eftir að upp komst um at­hæfið.

„Í 15 ára sögu fyrir­tækisins hefur at­vik sem þetta ekki komið upp áður. Hlutað­eig­endum var boðin fag­leg að­stoð. AÞ-Þrif harmar að mál sem þetta komi upp og vinnur að þvi að leysa málið í við­eig­andi ferlum með lög­reglu og fag­aðilum,“ segir í yfir­lýsingu fyrir­tækisins til DV.

Í yfir­lýsingu sem ON sendi DV segir að málið sé litið mjög al­var­legum augum

„Í kjöl­far þess að til­vist mynda­vélarinnar upp­götvaðist virkjaði starfs­fólk og stjórn­endur við­bragðs­á­ætlun og starfs­fólk Nesja­valla­virkjunar var upp­lýst. Eftir að ljóst var að starfs­maður verk­taka­fyrir­tækis sem sér um ræstingar í virkjuninni gaf sig fram var sá hinn sami kærður til lög­reglu. Orka náttúrunnar vonast til þess að rann­sókn lög­reglu dragi allar stað­reyndir málsins fram,“ segir enn fremur í yfir­lýsingunni.

Í um­fjöllun DV um málið segir að starfs­maður Nesja­valla­virkjunar, sem er kven­kyns, hafi upp­götvað mynda­vélina en ekki vitað í fyrstu um hvers kyns tæki var að ræða. Starfs­maður AÞ-þrifa gaf sig svo fram og játaði að hafa sett hana upp.

Frétt DV um málið er hér.