Lögreglan var kölluð til vegna slagsmála um borð í flugvél EasyJet sem beið flugtaks á flugvellinum í Manchester og var á leið til Íslands.Fjórir menn höfðu heilsað að sjómannasið en þegar lögreglan kom um borð var John Evans enn æstur og hótaði bæði starfsfólki og lögreglunni.

Hann þverneitaði að bera andlitsgrímu svo lögreglan bað hann vinsamlegast um að yfirgefa vélina. Hann neitaði því og baðaði höndunum út um alla flugvél svo öðrum farþegum stóð ekki á sama. Samkvæmt réttarskjölunum byrjaði Evans svo að hrækja út um allt í bland við blótið en hann notaði f-orðið oftar en góðu hófi gegnir.

Þá segir saksóknari að hann hafi greinilega verið sauðdrukkinn. Hann játaði brot sitt og þarf að borga um 350 pund í sekt. Verjandi hans talaði máli Evans og sagði að hann hefði bara ætlað að krydda aðeins COVID-lífið með kærustu sinni. Þau væru ekki lengur saman og það þætti herra Evans leitt.