Guð­mundi Andra Ást­ráðs­syni, kæranda Lands­réttar­málsins, var í dag dæmdur hegningar­auki í Lands­rétti.

Guð­mundur var sak­felldur í Héraðs­dómi Suður­lands í nóvember í fyrra fyrir um­ferðar­laga­brot með því að hafa ekið bif­reið sviptur öku­rétti og undir á­hrifum fíkni­efna. Þá var hann sak­felldur fyrir vopna­laga­brot með því að hafa í tví­gang, án þess að hafa skot­vopna­leyfi og í síðara skiptið jafn­framt verið undir á­hrifum á­vana- og fíkni­efna, haft skot­vopn í vörslum sínum.

Um er að ræða sams konar brot og í málinu sem Guðmundur vann gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, í Landsréttarmálinu svokallaða.

Átta mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt

Guð­mundur játaði vopna­lag­brotið fyrir héraðs­dómi. Í Lands­rétti voru um­ferðar­laga­brot hans heim­ferð til nú­gildandi um­ferðar­lög en við á­kvörðun refsingar var haft hlið­sjón af löngum saka­ferli hans. Honum var því gerður hegningar­auki og er refsing hans á­kveðin fangelsi í átta mánuði auk þess sem hann var sviptur öku­rétti ævi­langt.

Hann þarf einnig að greiða allan á­frýjunar­kostnað málsins, sam­tals 280.000 kr., þar með talin máls­varnar­laun skipaðs verjanda síns fyrir Lands­rétti, Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar, 250.000 kr.