Samtökin Réttur barna á flótta hyggjast kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja hafa verið framin í máli barnshafandi albönsku konunnar sem vísað var úr landi. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið.

Elínborg Harpa Önundardóttir, baráttukona og einn talsmaður samtakanna No Borders, segir í samtali við Stöð 2 að albanska konan sé að flakka á milli vina og vandamanna í heimalandi sínu ásamt fjölskyldu sinni „til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað."

Ó­létt­ar kon­ur, kon­ur og aðr­ir mótmæltu brottvísun fjölskyldunnar í dóms­mál­a­ráð­u­neyt­in­u.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms­mál­a­ráð­herr­a var ekki við­stödd til að taka við kröf­um hóps­ins sem stóð að mótmælunum.

„Sí­end­ur­tek­ið er ó­mann­úð­leg­um vinn­u­brögð­um Út­lend­ing­a­stofn­un­ar í ein­staka mál­um hæl­is­leit­end­a mót­mælt. Hing­að til hafa slík mót­mæl­i og vilj­i al­menn­ings ekki leitt til end­ur­skoð­un­ar á regl­um og fram­kvæmd lag­ann­a. Börn eru send úr land­i um miðj­a nótt. Fólk­i með lít­il börn er í­trek­að til­kynnt um yf­ir­vof­and­i brott­vís­un eft­ir lok­un stofn­an­a, sem ger­ir því ó­mög­u­legt að gera nokk­uð til að koma í veg fyr­ir hana og nú er ó­léttr­i konu vís­að úr land­i þrátt fyr­ir að heils­u­far leyf­i það ekki,“ sagð­i Salv­ör Gullbrá, skipuleggjandi mótmælanna, í ávarpi sínu en hún er sjálf ó­létt og er um hálfn­uð með sína með­göng­u.