Samtök um dýravelferð á Íslandi kæra til matvælaráðuneytis ákvörðun Matvælastofnunar um að blóðmerahald sé ekki leyfisskyld starfsemi.

Samtökin krefjast þess að felld verði úr gildi ákvörðun MAST um að ekki þurfi að gefa út leyfi til blóðtöku úr fylfullum hryssum. Sömuleiðis er krafist þess að viðurkennt verði að starfsemn teljist ólögmæt uns MAST hefur gefið út leyfi til iðjunnar. Líftæknifyrirtækið Ísteka er eina fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum sem halda blóðmerar.

Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi ráðherra, sagði í svari á vef Alþingis að um blóðmerahald giltu lög um velferð dýra og reglugerð um velferð hrossa. Sömuleiðis komst Fagráð um velferð dýra að þeirri niðurstöðu að blóðmerahald félli undir nýja reglugerð um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni.

MAST er ósammála þessari túlkun og telur að starfsemin sé ekki leyfisskyld.

Fagráðið ítrekaði álit sitt í fundargerð árið 2021, eftir að myndband dýraverndarsamtakanna AWF, sem sýndi dýraníð við blóðtöku á Íslandi, birtist í fjölmiðlum.

„Fagráðið telur brýnt að blóðtaka úr hryssum verði gerð leyfisskyld og skilyrði Mast fyrir blóðtöku verði endurskoðuð,“ segir í fundargerðinni.

Stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi