Sam­tök á­huga­fólks um spila­fíkn (SÁS) hafa kært Happ­drætti Há­skóla Ís­lands (HHÍ) og Há­spennu ehf. til lög­reglu fyrir brot á lögum um fjár­hættu­spil.

SÁS heldur því fram að rekstur spila­kassa Há­spennu og á­góði af honum sé í engu sam­ræmi við þær undan­þágur sem HHÍ nýtur frá banni við fjár­hættu­spilum í at­vinnu­skyni.

SÁS gerir kröfu um að lög­regla rann­saki starf­semi Há­spennu og HHÍ og benda á að í þeim undan­þágu­á­kvæðum sem HHÍ starfi eftir felist engar heimildir til að út­vista rekstri spila­kassa.

Sam­kvæmt lögum er refsi­vert hér á landi að gera sér fjár­hættu­spil að at­vinnu sem og að afla sér tekna með því að láta fjár­hættu­spil fara fram í hús­næði við­komandi. Há­spenna rekur spila­kassa á vegum HHÍ og í kæru SÁS segir að Há­spenna hafi haft „ríf­legar tekjur af starf­semi sem hugsan­lega er bæði ó­lög­mæt og refsi­verð“.

Sam­kvæmt árs­reikningi hafi tekjur Há­spennu árin 2018 og 2019 verið saman­lagt um 345 milljónir. Þá sé rekstur Há­spennu flokkaður sem fjár­hættu- og veð­mála­starf­semi í fyrir­tækja­skrá.

Í ýmsum greinum al­mennra hegningar­laga eru settar skorður við fjár­hættu­spila­starf­semi, til dæmis að refsi­vert sé að gera sér fjár­hættu­spil að at­vinnu og láta fjár­hættu­spil fara fram í hús­næði sem við­komandi hefur um­ráð yfir. Sam­tök á­huga­fólks um spila­fíkn segja ljóst að til­gangur þeirra undan­þága sem HHÍ nýtur hafi aldrei verið að heimila spila­víta­rekstur á Ís­landi. Um leið leiki enginn vafi á því að rekstur spila­kassanna falli undir rekstur Há­spennu óháð því hvort HHÍ eigi kassana eða leigi.

Þess er krafist að lög­regla rann­saki meint brot HHÍ og Há­spennu og afli upp­lýsinga um samning þeirra á milli um rekstur spila­kassa. Komi í ljós að starf­semin feli í sér refsi­verða hátt­semi skuli stöðva hana án tafar