Þýskaland

Þjóð­verjar reiðu­búnir að fram­selja Puigdemont

Yfir­völd í Slés­vík-Holt­seta­landi í Þýska­landi hafa sagst reiðu­búin að fram­selja Car­les Puigdemont til Spánar á grund­velli á­kæru um að hann hafi mis­notkað al­manna­fé. Það er niður­staða dóm­stóls í sam­bands­ríkinu en hann verður þó ekki fram­seldur á grund­velli á­kæru um upp­reisn gegn spænska ríkinu.

Puigdemont var handtekinn í lok mars á landamærunum í norðurhluta Þýskalands. Fréttablaðið/AFP

Yfirvöld í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi eru reiðubúin að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, á grundvelli ákæru um misnotkun á almannafé. The Guardian greinir frá.

Það er niðurstaða dómstóls í sambandsríkinu en framsalið tekur ekki gildi vilji Spánverjar fá Puigdemont á grundvelli uppreisnar sem hann er ákærður fyrir. Er hann sagður hafa skipulagt uppreisn gegn spænska ríkinu þegar haldin var ólögleg þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem Katalónar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði.

Puigdemont var handtekinn í norðurhluta landamæra Þýskalands á leið sinni frá Helsinki til Brussel, þar sem hann dvelur í sjálfskipaðri útlegð. Hefur hann nú dvalið í Þýskalandi frá því í mars en hann fór til Berlínar eftir að hafa losnað úr fangelsi gegn tryggingu. Þaðan fór hann til Hamborgar þar sem hann hefur verið staðsettur undanfarið.

Lögmannateymi Puigdemont hefur gefið það út að hann muni áfrýja framsalinu, hvort sem þess verður krafist á grundvelli misnotkunar á almannafé eða tilraunar til uppreisnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Puigdemont laus úr haldi

Erlent

Puigdemont flúinn frá Finn­landi

Erlent

Vill framselja Puigdemont til Spánar

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing