Jarð­skjálfti af stærðinni 3,4 mældist rétt norðan við Grinda­vík á tíunda tímanum í dag. Skjálftans varð vart í Grinda­vík en mikil skjálfta­virkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur í tengslum við land­ris. Flestir skjálftarnir hafa þó verið í minni kantinum að undan­skildum skjálftans sem mældist 5,2 á Richter 12. mars síðast­liðinn.

Land­ris mældist að nýju við fjallið Þor­björn á Reykja­nesi 17. mars og var skýring þess að öllum líkindum að kviku­­söfnun hafi tekið sig upp að nýju.

Land­risið er á sömu slóðum og það var í lok janúar, en mælist hægara en þá. Veru­­lega hafði dregið úr land­risinu í lok febrúar og virtist það hafa stöðvast tíma­bundið. Nýjustu gögn sýna að frá byrjun mars hefur land risið rétt innan við 25 milli­­­metra.