Einn ástsælasti söngvari Íslands, Jónsi forsprakki Sigur Rósar, veiktist af COVID-19 sjúkdómnum. Á meðan á veikindunum stóð missti söngvarinn lyktarskynið sem er einkar óheppilegt þar sem meðal annarra starfa vinnur Jónsi við að hanna ilmvötn fyrir búðina Fischer.

Blessunarlega finnur söngvarinn lykt á ný og birti hann í dag færslu um með mynd af einni uppáhalds lykt hans og sagði að hann væri búin að jafna sig af veikindunum.

Jónsi hefur síðustu ár hannað fjölda ilma fyrir Fischer, sem er rekin af systrum hans, Lilju og Sigurrósu Birgisdætrum. Systurnar segja hann vera með einstaklega næmt og gott nef.