Jónína Hauksdóttir hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands (KÍ). Átta félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið. Jónína Hauksdóttir tekur við embætti varaformanns af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Þá tekur einnig við nýr formaður, Magnús Þór Jónsson. Á kjörskrá voru 11.041 og greiddu 3.575 atkvæði, eða 32,38%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan 12 mánudaginn 6. desember og lauk klukkan 14 í dag.
Atkvæði í varaformannskjöri skiptust með þessum hætti:
Guðný Maja Riba hlaut 553 atkvæði, eða 15,47%
Hjördís B. Gestsdóttir hlaut 188 atkvæði, eða 5,26%
Jónína Hauksdóttir hlaut 1.372 atkvæði, eða 38,38%
Kristín Björnsdóttir hlaut 210 atkvæði, eða 5,87%
Lára Guðrún Agnarsdóttir hlaut 124 atkvæði, eða 3,47%
Silja Kristjánsdóttir hlaut 477 atkvæði, eða 13,34%
Simon Cramer Larsen hlaut 378 atkvæði, eða 10,57%
Þórunn Sif Böðvarsdóttir hlaut 197 atkvæði, eða 5,51%
Auðir 76 eða 2,13%