Jónína Hauks­dóttir hefur verið kjörin vara­for­maður Kennara­sam­bands Ís­lands (KÍ). Átta fé­lags­menn KÍ buðu sig fram í em­bættið. Jónína Hauks­dóttir tekur við em­bætti vara­for­manns af Önnu Maríu Gunnars­dóttur á þingi Kennara­sam­bandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Þá tekur einnig við nýr for­maður, Magnús Þór Jóns­son. Á kjör­skrá voru 11.041 og greiddu 3.575 at­kvæði, eða 32,38%. At­kvæða­greiðslan var raf­ræn, hófst klukkan 12 mánu­daginn 6. desember og lauk klukkan 14 í dag.

At­kvæði í vara­for­manns­kjöri skiptust með þessum hætti:

Guð­ný Maja Riba hlaut 553 at­kvæði, eða 15,47%

Hjör­dís B. Gests­dóttir hlaut 188 at­kvæði, eða 5,26%

Jónína Hauks­dóttir hlaut 1.372 at­kvæði, eða 38,38%

Kristín Björns­dóttir hlaut 210 at­kvæði, eða 5,87%

Lára Guð­rún Agnars­dóttir hlaut 124 at­kvæði, eða 3,47%

Silja Kristjáns­dóttir hlaut 477 at­kvæði, eða 13,34%

Simon Cra­mer Larsen hlaut 378 at­kvæði, eða 10,57%

Þórunn Sif Böðvars­dóttir hlaut 197 at­kvæði, eða 5,51%

Auðir 76 eða 2,13%