Sýn hefur sagt upp Jón Má Ás­björns­­syni en hann starfaði sem út­­varps­­maður á X-inu 977 sökum á­sakana á hendur honum „um mál tengd #met­oo-byltingunni“ að því er segir á mbl.is.

Þar er rætt við Þór­hall Gunnars­­son, fram­­kvæmda­­stjóri miðla hjá Sýn, sem segist hafa tekið á­­kvörðunina og greint Jóni Má frá henni á fimmtu­­daginn.

Jón Már stýrði þáttunum Séra Jón á X-inu og hlaut lista­manna­­laun í hálft ár, í flokki tón­listar­flytj­enda, árið 2020. Hann er söngvari í þunga­rokks­hljóm­sveitinni Une Misère.