Sýn hefur sagt upp Jón Má Ásbjörnssyni en hann starfaði sem útvarpsmaður á X-inu 977 sökum ásakana á hendur honum „um mál tengd #metoo-byltingunni“ að því er segir á mbl.is.
Þar er rætt við Þórhall Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, sem segist hafa tekið ákvörðunina og greint Jóni Má frá henni á fimmtudaginn.
Jón Már stýrði þáttunum Séra Jón á X-inu og hlaut listamannalaun í hálft ár, í flokki tónlistarflytjenda, árið 2020. Hann er söngvari í þungarokkshljómsveitinni Une Misère.