Jón Þóris­son hefur tekið til starfa sem for­stjóri Torgs, út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðsins, DV og Hring­brautar og tengdra miðla. Hann er lög­fræðingur frá Há­skóla Ís­lands og var aðal­rit­stjóri miðla Torgs þar til í ágúst á síðasta ári og er vara­stjórnar­maður í fé­laginu. Hann er því flestum hnútum kunnugur innan þess.

„Þó nærri hálft ár sé liðið síðan ég hvarf héðan á braut hefur tíminn liðið eins og ör­skot við lög­fræði­ráð­gjöf og tengd verk­efni. Nú kem ég hingað til starfa á ný í en öðru hlut­verki,“ segir Jón.

„Engum dylst að fjöl­miðla­rekstur hér­lendis er krefjandi verk­efni. Ég hlakka til að takast á við það með því hæfi­leika­ríka og dug­mikla fólki sem ég veit af eigin raun að hér starfar.“

Jón tekur við starfinu af Birni Víg­lunds­syni, en hann sagði starfi sínu lausu í nóvember s.l. Björn mun þó vera fyrir­tækinu innan handar næstu mánuði og starfa við sér­greind verk­efni.

„Ég er þakk­látur fyrir tíma minn hjá Torgi og hef átt einkar á­nægju­legt sam­starf við bæði stjórn fé­lagsins og starfs­menn þess. Um leið og ég óska fé­laginu og nýjum for­stjóra alls hins besta vil ég þakka starfs­fólki Torgs fyrir á­nægju­legt sam­starf,” segir Björn.

„Um leið og ég þakka Birni ein­stak­lega gott sam­starf býð ég Jón vel­kominn til starfa,“ segir Helgi Magnús­son stjórnar­for­maður Torgs