Jón Þór Ólafs­son, for­maður stjórn­skipunar og eftir­lits­nefndar, ætlar að óska eftir því að dóms­mála­ráð­herra og lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu af­létti trúnaði um það sem þær sögðu á fundum nefndarinnar í síðustu viku varðandi sam­skipti sín á að­fanga­dag. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Stjórn­skipunar og eftir­lits­nefnd fundaði í morgun og voru sím­töl Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra og Höllu Berg­þóru Björns­dóttur, lög­reglu­stjóra á höfuð­borgar­svæðinu, til um­fjöllunar. Næstu skref verða metin á fundi nefndarinnar á morgun, segir Jón Þór í sam­tali við RÚV.

Ás­laug talaði í tví­gang við Höllu eftir að lög­reglan greindi fjöl­miðlum frá sótt­varna­broti í Ás­mundar­sal en í dag­bókar­færslu lög­reglunnar var til­kynnt að ráð­herra hefði verið í salnum.

Ás­laug Arna hefur greint frá því að spurningar fjöl­miðla á að­fanga­dag hefðu snúist um upp­lýsinga­gjöf lög­reglu og þess vegna hafi hún hringt í lög­reglu­stjórann.

Bæði Ás­laug og Halla fóru á fund nefndarinnar í síðustu viku og greindi Jón Þór frá því að nýjar upp­lýsingar hefðu komið frá á fundinum.

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd, lýsti því yfir í sam­tali við mbl.is að Jón Þór hafi gerst sekur um trúnaðar­brest með um­mælum sínum um málið í síðustu viku.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, hefur af þessu til­efni sent á­réttingu til allra formanna þing­nefnda um að trúnaður ríkir um það sem kemur fram á lokuðum nefndar­fundum.

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, sagði í sam­tali við RÚV í byrjun mars að ekkert bendir til ó­eðli­legrar sam­skipta milli ráð­herra og lög­reglu­stjórans en það þurfi að skoða það betur. Hann sagði það væri eðli­legt hjá ráð­herra í ljósi stöðu sinnar tjái sig ekki um málið við fjöl­miðla en með sömu rökum hefði verið heppi­legra að sleppa því að taka þessi sím­töl og færa þessa upp­lýsinga­leit í form­legan búning á milli em­bættis­manna.

Halla Berg­þóra Björns­dóttir, greindi frá því fyrir helgi að hún telji að dóms­­mála­ráð­herra, Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, hafi ekki haft af­­skipti af rann­­sókn saka­­máls í sím­­tölum þeirra á milli á að­­fanga­­dag.