Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur verið valinn nýr formaður flokksins. Líkt og síðustu ár valdi þingflokkur Pírata nýjan formann við upphaf löggjafarþings með hlutkesti.

Þá var Helgi Hrafn Gunnarsson kjörinn nýr þingflokksformaður á þingflokksfundi Pírata á dögunum, er segir í tilkynningu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var einnig kjörin varaþingflokksformaður og verður Smári McCarthy, fráfarandi formaður, næsti ritari þingflokksins.

Þing­mennirnir Smári Mc­Cart­hy og Helgi Hrafn Gunnars­son gáfu út í liðinni viku að þeir myndu ekki gefa ekki kost á sér í al­þingis­kosningunum haustið 2021. Báðir munu þeir þó halda á­fram að starfa í Pírötum.

Hjá Pírötum fylgja formannsembættinu engar formlegar skyldur eða valdheimildir. Að sögn Pírata mun Jón Þór hafna 50% formannsálagi á þingfarakaup sitt líkt og fyrri formenn flokksins.

Segist þingflokkurinn einungis standa fyrir formannsvalinu til að uppfylla formkröfur Alþingis og tryggja aðgang að sömu aðstoð og aðrir þingflokkar njóta.