Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, furðar sig á því að hann og þing­flokkur Pírata hafi ekki fengið að koma að því að leggja fram til­lögu um þjóðar­at­kvæða­greiðslu um Reykja­víkur­flug­völl á Al­þingi. Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokks og fyrsti flutnings­maður til­lögunnar segist fagna stuðningi Pírata.

Til­efnið er frétt Frétta­blaðsins frá því í dag um til­löguna. Fram kom í til­kynningu að 24 þing­menn úr fimm flokkum styðji til­löguna sem Njáll er fyrsti flutnings­maður að. Flokkarnir sem um ræðir eru ríkis­stjórnar­flokkarnir þrír auk Mið­flokksins og Flokk fólksins.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Jón að málið komi sér spánskt fyrir sjónir. Hann velti því fyrir sér hvort um ein­hvers­konar sýndar­mennsku sé um að ræða. Sér og þing­mönnum Pírata hafi aldrei gefst kostur á að verða með­flutnings­menn þrátt fyrir stuðning við málið.

Hann bendir á að Njáll hafi lagt þetta fjórum sinnum til, árin 2017, 2018 og 2019. Sjálfur hafi Jón verið með­flutnings­maður tvisvar sinnum en ekki fengið að vera það í fyrra, af á­stæðum sem Jón skilur ekki.

„Ég hef stutt þetta mál tvisvar og hann þarf þá að gangast við því að ég hef sagst styðja þetta mál, prenta þetta mál og gefa það þannig út. Eða þá að þetta er bara ein­hver sýndar­mennska,“ segir Jón.

„Það er það sem þarf að komast skýrt til skila. Ég var með í málinu 2017 og 2018 en fékk ekki að vera með árið 2019,“ segir hann. „Svo benti ég honum nú á að það væri kannski gott að virða þjóðar­at­kvæða­greiðsluna um stjórnar­skrána frá árinu 2012.“

Jón segir að málið standist grunn­stefnu Pírata. „Megin­reglan sem er í okkur grunn­stefnu er að allir eigi rétt á að­komu að á­kvörðunum sem varði þá. Það er grunn­stefnan okkar og það hvar flug­völlurinn er í Reykja­vík, sem er sam­göngu­tæki lands­byggðarinnar, hlýtur að varða lands­byggðina,“ segir Píratinn.

„Þannig að sjálf­sögðu varðar það lands­byggðina hvar flug­völlurinn í höfuð­borg landsins er. Og ef það á að verða þjóðar­at­kvæða­greiðsla um það er það sjálf­sagt. Við getum gagn­rýnt spurninguna sem Njáll setur upp og getum breytt henni í með­ferðum þingsins.“

Píratar komi fagnandi

Frétta­blaðið heyrði í Njáli í kjöl­far at­huga­semda Jón Þórs. „Við sendum á alla flokka og ó­háða aðila þann 30. septem­ber, beiðni um að vera með í málinu,“ segir Njáll.

„Þetta hefur bara farið eitt­hvað fram­hjá honum. Ég bara fagna öllum Pírötum og hvet endi­lega til að vera með og skil ekkert af hverju það eru ekki nokkrir með okkur í þessu,“ segir hann léttur í bragði.

Hann segir enn ekki of seint fyrir Jón Þór og fé­laga til þess að verða með. „Þeir hafa enn tæki­færi til að skrá sig á málið áður en það kemur fyrir þingið og ég hvet þá til þess,“ segir hann. Hann segir ljóst að málið njóti víð­tækss stuðnings í þinginu.