Innlent

Jón Steinar gætir hags­muna Kristins lektors gagn­vart HR

Kristinn Sigur­jóns­son, sem rekinn var frá HR vegna um­mæla í Face­book-hópi, hefur fengið hæsta­réttar­lög­manninn Jón Steinar Gunn­laugs­son til þess að gæta hags­muna sinna gagn­vart skólanum.

Lektorinn brottrekni hefur fengið lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson til þess að gæta hagsmuna sinna gagnvart Háskólanum í Reykjavík. Fréttablaðið/Samsett

Lektorinn brottrekni Kristinn Sigurjónsson telur uppsögn sína hjá Háskólanum í Reykjavík ekki standast lög og hefur fengið lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson til þess að gæta réttar síns gagnvart skólanum.

Sjá einnig: Brottrekinn lektor leggur til Hjallastefnuna á vinnustöðum

Eiríkur Jónsson greinir frá þessu á fréttavef sínum og hefur eftir Kristni að Jón Steinar hafi þegar sent HR bréf vegna málsins. Þá segir hann uppsögnina ekki fá staðist þar sem hann hafi í raun verið opinber starfsmaður þar sem hann kenndi við Tækniskólann áður en HR tók hann yfir.

Kristinn var lektor við tækni-og verkfræðideild HR, þar til honum var gert að hætta í kjölfar fréttar DV af ummælum sem hann lét falla í lokaða Facebook-hópnum, Karlmennskuspjallið.

„Ég er bara búinn að missa vinnuna,“ sagði Kristinn í samtali við Fréttablaðið á mánudaginn og bætti við að hann teldi ljóst að kennsla í námskeiðum hans sé í uppnámi.

Sjá einnig: Málfrelsi lektors varið af hörku á Útvarpi Sögu

Aðspurður sagðist hann þá ekki vita hvort hann myndi berjast gegn uppsögninni og jafnvel leita réttar síns. „Ég er rétt í þessu bara að sleikja sárin og veit ekki alveg hvað ég geri en ég er 64 ára gamall verkfræðingur og maður dettur ekkert í aðra vinnu.“

Hann hefur nú tekið af skarið og ætlar að láta hart mæta hörðu með Jón Steinar sér til fulltingis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Brott­rekinn lektor leggur til Hjalla­­stefnuna á vinnu­­stöðum

Pétur Gunnlaugsson, Kristinn Sigurjónsson, Útvarp Saga

Innlent

Mál­frelsi lektors varið af hörku á Út­varpi Sögu

Innlent

Lög­reglan sinnt hátt í 60 verk­efnum í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Sátt um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins

Ís­lendingur í stór­bruna: „Ekki eitt stykki sem við náðum út“

Tekist á um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins í Katowice

Kalla eftir upp­lýsingum um í­grædd lækninga­tæki

Næstum búin að róa alla leið til Akureyrar

Viður­kenna Vestur-Jerúsalem sem höfuð­borg Ísrael

Auglýsing