Jón Sigurðs­son, fyrr­verandi ráð­herra, seðla­banka­stjóri og for­maður Fram­sóknar­flokksins, er látinn 75 ára að aldri. RÚV greinir frá and­látinu en þar kemur fram að Jón hafi látist eftir baráttu við krabbamein.

Jón fæddist þann 23. ágúst 1946 í Kolla­firði á Kjalar­nesi. Hann út­skrifaðist úr Mennta­skólanum í Reykja­vík vorið 1966 og kláraði BA-nám í ís­lensku og sagn­fræði frá Há­skóla Ís­lands árið 1969.

Frá 1966 til ársins 1975 vann Jón við kennslu­störf í gagn­fræða­skólum, mennta­skólum og há­skólum bæði innan­lands og er­lendis í Sví­þjóð. Hann var rit­stjóri Tímans frá 1978 til 1981 en tók þá við sem skóla­stjóri á Sam­vinnu­skólanum á Bif­röst og varð síðar rektor skólans allt til ársins 1991.

Jón hélt á­fram námi og út­skrifaðist árið 1988 með MA-gráðu í menntunar­fræðum og kennslu­stjórnun frá Columbia Pa­cific Há­skólanum í San Rafael í Banda­ríkjunum og kláraði svo doktors­gráðu tveimur árum seinna. Hann lauk einnig MBA-gráðu í rekstrar­hag­fræði og stjórnun frá Há­skóla San Diego í Banda­ríkjunum árið 1993.

Jón var seðla­banka­stjóri árið 2003 til 2006 en þá tók hann við em­bætti iðnaðar- og við­skipta­ráð­herra í ríkis­stjórn Geirs H. Haarde. Hann gegndi því em­bætti til ársins 2007 og var á sama tíma for­maður Fram­sóknar­flokksins.