Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs ár skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Þetta kemur fram í frétt Vísis en brotið átti sér stað fyrir tólf árum síðan.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis í dag. Jón Páll krafðist sýknu fyrir dómi.
Jón Páll þarf að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá þarf að hann að greiða allan sakarkostnað. Vísir hefur dóminn undir höndum en þar kemur fram að brotið átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi erlendis. Í ákæru voru grófar lýsingar á verknaðinum en þar er sagt að hann hafi haft samræði við konu gegn hennar vilja.
Á fréttavef RÚV er greint frá því að í ákærunni kemur fram að hann hafi kastað sér á hana þar sem hún lá í rúmi sínu og haldið henni fastri. Þegar hún féll í gólfið í átökunum afrtaði hann henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar. Hann setti síðan hné í bringu hennar og eftir að hún náði að skríða upp í rúm kom maðurinn á eftir henni og lagðist ofan á hana.
Mál Jón Páls komst fyrst í umræðuna árið 2018 er hann var rekinn úr leikhúsinu.