Innlent

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Jón Sigurðsson mun leiða nýjan starfshóp gegn félagslegum undirboðum.

Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fréttablaðið/GVA

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem vinnur gegn félagslegum undirboðum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun leiða hópinn, sem er ætlað að skila ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum í byrjun febrúar á næsta ári.

Áhersla verður lögð á að tryggja samstarf þeirra aðila sem hafa eftirlit á innlendum vinnumarkaði til þess að tryggja að ef upp koma alvarleg mál séu þau til lykta leidd og þeir sem brotlegir eru verði dregnir til ábyrgðar.

„Þannig megi draga úr líkum á því að atvinnurekendur komist upp með að brjóta gegn ákvæðum laga eða ganga gegn kjarasamningum, jafnvel ítrekað. Slík brot bitna illa á launafólki, auk þess sem þau geta grafið undan starfsemi annarra fyrirtækja sem fara að lögum og fara að leikreglum vinnumarkaðarins um kaup, kjör og aðbúnað og spillt þannig forsendum eðlilegrar samkeppni. Hlutverk samstarfshópsins er meðal annars að leggja til leiðir sem vænlegar þykja til árangurs í þessu skyni,“ segir í fréttatilkynningu um starfshópinn á vef Stjórnarráðsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Innlent

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

Kjaramál

„Óbilgirnin er svakaleg“

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

​„Við lifum af einn dag“

Laun forstjórans hærri en samanlögð velta fjölmiðlanna

Volvo vanmat eftirspurn eftir tengiltvinnbílum

Auglýsing