Innlent

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Jón Sigurðsson mun leiða nýjan starfshóp gegn félagslegum undirboðum.

Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fréttablaðið/GVA

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem vinnur gegn félagslegum undirboðum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun leiða hópinn, sem er ætlað að skila ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum í byrjun febrúar á næsta ári.

Áhersla verður lögð á að tryggja samstarf þeirra aðila sem hafa eftirlit á innlendum vinnumarkaði til þess að tryggja að ef upp koma alvarleg mál séu þau til lykta leidd og þeir sem brotlegir eru verði dregnir til ábyrgðar.

„Þannig megi draga úr líkum á því að atvinnurekendur komist upp með að brjóta gegn ákvæðum laga eða ganga gegn kjarasamningum, jafnvel ítrekað. Slík brot bitna illa á launafólki, auk þess sem þau geta grafið undan starfsemi annarra fyrirtækja sem fara að lögum og fara að leikreglum vinnumarkaðarins um kaup, kjör og aðbúnað og spillt þannig forsendum eðlilegrar samkeppni. Hlutverk samstarfshópsins er meðal annars að leggja til leiðir sem vænlegar þykja til árangurs í þessu skyni,“ segir í fréttatilkynningu um starfshópinn á vef Stjórnarráðsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Innlent

Upp­sögn eftir 44 ára starf dæmd ó­lög­mæt

Innlent

Mikilvægt að fá botn í málið sem fyrst

Auglýsing

Nýjast

Tesla kaupir trukkafyrirtæki til að hraða afhendingu

„Svartur dagur fyrir blaða­mennsku“

Kínverjar velja lengri gerðir bíla

Stjórnvöld bregðast við lyfjaskorti

Salka vinnur að Brexit stefnu­mótun: „Þetta verður tæpt“

Flugvél Southwest rakst á kyrrstæða vél WOW

Auglýsing