Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra hefur ekki séð boð at­hafna­mannsins Haralds Þor­leifs­sonar um að fara með honum til Grikk­lands að skoða að­stöðu flótta­fólks sem send voru úr landi í síðustu viku.

„Nei ég hef ekki séð neitt boð um það. Ég held að al­mennt boð til ráð­herra utan úr bæ sé ekki leyfi­legt að taka við. Ég held að það séu stífar reglur um það. En ég hef ekki séð þetta boð,“ segir Jón.

Haraldur greindi frá boðinu á sam­skipta­miðlinum Twitter í gær, en boðið vakti tals­verða at­hygli net­verja.

Tón­listar­maðurinn Ólafur Arnalds er meðal þeirra sem skildi eftir at­huga­semd við tíst Haraldar.

„Ég var ein­hvern­tímann með hug­mynd um ferða­skrif­stofu ras­ista. Crowd­funded ferðir fyrir ras­ista til múslíma­landa. Getum kallað hana Feðra­veldið,“ skrifar Ólafur.

„Ef það er þetta sem þarf til þess að maðurinn hætti að ljúga í fjöl­miðlum þá veitir ekki af,“ skrifar ein.

„Af hverju samt? Honum er skít­sama hvort að­stæður séu góðar eða ekki. Maðurinn er tjara að innan,“ skrifar annar.

Jón hefur áður sagt að hann telji að framkvæmd brottvísananna hafi verið full­kom­lega eðli­leg. Um væri að ræða ein­stak­linga sem hafi fengið sína máls­með­ferð og að lög­regla hafi að­eins verið að fram­fylgja lögum og reglum. Hann hafi fulla samúð með fólkinu sem var flutt á brott og segir að um sérstaklega viðkvæmt mál sé að ræða.