Stjórnarflokkarnir hafa nú allir greint frá ráðherraskiptan sinni í nýrri ríkisstjórn. Breytingar verða á ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins en þar verður Bjarni Benediktsson þó enn í fjármálaráðuneytinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri hennar þar, tekur við umhverfis – og loftslagsmálunum.

Þá verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýr ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla og Jón Gunnarsson verður dómsmálaráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttur, nýr þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, mun taka við keflinu af honum síðar á kjörtímabilinu.