Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi sem fer nú fram. Jón fékk 135 atkvæði og Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, 117. Fjórir skiluðu auðu atkvæði.

Jón hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá því árið 2007. Hann skipaði embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017.

Jón flutti ræðu á flokksráðsfundi eftir að hann var kjörinn ritari flokksins.
Fréttablaðið/Valli

Jón gaf kost á sér í embætti ritara flokksins eftir að ljóst var að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir myndi hverfa frá því þegar hún var skipum dómsmálaráðherra. Í samtali við Fréttablaðið síðustu helgi sagði Jón að hann teldi reynslu sína og þekkingu á ólíkum málaflokkum vera honum gott veganesti í starf ritara.