Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hýsir nú tveimur flóttamönnum frá Úkraínu sem eru stödd hér á landi vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Þetta kemur fram í facebook færslu Atla Sigurðssonar sem segir að hann hafi heyrt í Jóni til þess að fá ráð varðandi hýsingu fyrir flóttamennina.
„Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði“. Því svaraði Jón „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með?“