„Við látum gjarnan eins og stjórnmálamaður drauma okkar sé heiðarlegur pappakassi en sannleikurinn er að slíkt fólk fær sjaldnast náð fyrir augum kjósenda,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um Klausturupptökurnar á Twitter. Þar deilir fólk áliti sínu á málinu undir myllumerkinu klausturgate.
Fátt hefur verið meira rætt frá því í gærkvöldi en ummæli sex þingmanna á bar um aðra þingmenn og þjóðfélagsþegna. Samtalið var tekið upp á laun. Þingmennirnir voru sumir drukknir þegar samtalið átti sér stað.
Jón segir að í stað þess að velja heiðarlegt fólk til valda verði „algjörir fávitar og helst virkir alkóhólistar“ helst fyrir valinu.
við látum gjarnan eins og stjórnmálamaður drauma okkar sé heiðarlegur pappakassi en sannleikurinn er sá að slíkt fólk fær sjaldnast náð fyrir augum kjósenda. en sé fólk algjörir fávitar og helst virkir alkóhólistar líka þá getur það mjög auðveldlega orðið ráðherrar #klausturgate
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 29, 2018