„Það er margt sem þarf að at­huga, svo sem vistunar­úr­ræði, eftir­lit með skot­vopnum og fleira,“ segir Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra í sam­tali við Morgun­blaðið í dag.

Tvö eru látin og einn lífs­hættu­lega særður eftir skot­á­rás á Blöndu­ósi snemma í gær­morgun. Á­rásar­maðurinn, sem ruddist inn á heimili hjóna á sex­tugs­aldri vopnaður hagla­byssu, skaut konu til bana og særði eigin­mann hennar lífs­hættu­lega.

Sonur hjónanna, sem var gest­komandi á heimili þeirra, réð á­rásar­manninum bana þegar hann varð hans var í húsinu. Ekki verður farið fram á gæslu­varð­hald yfir honum.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að á­rásar­maðurinn hafi áður komið við sögu lög­reglu, en hann var hand­tekinn fyrr í sumar fyrir brot á vopna­lögum. Hafði hann þá mætt í garðinn fyrir utan sama hús þar sem hann á­reitti hús­ráð­endur með skot­vopn í hendi. Maðurinn var ný­lega lagður inn á geð­deild en virðist hafa verið út­skrifaður þaðan fyrir nokkrum dögum. Hann er fyrr­verandi starfs­maður í fyrir­tæki sem hjónin veittu for­stöðu fyrir.

Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra segist í sam­tali við Morgun­blaðið í dag ekki geta tjáð sig um voða­verkið að öðru leyti en að votta hlutað­eig­andi hlut­tekningu sína. Fram kemur að hann muni fara yfir málið sem snýr að lög­gæslu og öryggi borgaranna með helstu em­bættis­mönnum sínum í dag og kynna ráð­stafanir í fram­haldi af því.

Jón segir að margt þurfi að at­huga, til dæmis vistunar­úr­ræði og eftir­lit með skot­vopnum. „Það er tíma­bært en má ekki gerast í neinu óða­goti,“ segir hann.

Lög­regla hafði lagt hald á öll skot­vopn mannsins sem hann var skráður fyrir en honum virðist hafa tekið að út­vega sér hagla­byssu áður en hann réðist til at­lögu. Í frétt Morgun­blaðsins í dag kemur fram að rann­sókn lög­reglu beinist meðal annars að því hvar og hvernig hann gat orðið sér úti um skot­vopn og þá sitji eftir spurningar um hvers vegna honum var hleypt út af geð­deild, þrátt fyrir að eiga við geð­rænan vanda að etja.

Mikil sorg ríkir á Blöndu­ósi vegna málsins enda at­burður sem þessi for­dæma­laus. Guð­mundur Haukur Jakobs­son, for­seti sveitar­stjórnar Blöndu­ós­bæjar, las upp yfir­lýsingu fyrir fjöl­miðla­fólk síð­degis í gær þar sem hann sagði at­burðina hafa mikil á­hrif á sam­fé­lagið. Biðlað hann til þjóðarinnar að senda hlýja strauma til íbúa svæðisins.

„Í litlu sam­fé­lagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og at­burður sem þessi ristir sam­fé­lagið djúpt,“ sagði hann.