Bæjarfulltrúi Framsóknarsóknarflokksins, Jón Björn Hákonarson, hefur tekið við starfi bæjarstjóra Fjarðabyggðar út kjörtímabilið. Hann lætur um leið af embætti forseta bæjarstjórnar, formennsku í eigna-, skipulags og umhverfisnefnd og safnanefnd ásamt varaformennsku í bæjarráði.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar en tilkynnt var í morgun að Karl Óttar Pétursson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar hefði látið af störfum að eigin ósk.
Tillaga meirihluta Fjarðalista og Framsóknarflokks var samþykkt á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við afgreiðsluna.
Á vef Fjarðabyggðar segir að Eydís Ásbjörnsdóttir, verður forseti bæjarstjórnar og formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Hún var áður formaður bæjarráðs og mun Sigurður Ólafsson taka sæti hennar þar.
