Bæjarfulltrúi Framsóknarsóknarflokksins, Jón Björn Hákonar­son, hefur tekið við starfi bæjar­stjóra Fjarða­byggðar út kjör­tíma­bilið. Hann lætur um leið af em­bætti for­seta bæjar­stjórnar, for­mennsku í eigna-, skipu­lags og um­hverfis­nefnd og safna­nefnd á­samt vara­for­mennsku í bæjar­ráði.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Fjarða­byggðar en til­kynnt var í morgun að Karl Óttar Péturs­son, frá­farandi bæjar­stjóri Fjarða­byggðar hefði látið af störfum að eigin ósk.
Til­laga meiri­hluta Fjarða­lista og Fram­sóknar­flokks var sam­þykkt á fundi bæjar­ráðs Fjarða­byggðar í dag. Full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins sat hjá við af­greiðsluna.

Á vef Fjarða­byggðar segir að Ey­dís Ás­björns­dóttir, verður for­­seti bæj­ar­­stjórn­ar og for­maður eigna-, skipu­lags- og um­­hverf­is­­nefnd­ar. Hún var áður for­maður bæjar­ráðs og mun Sigurður Ólafs­son taka sæti hennar þar.

Jón Björn Hákonarson
Ljómsynd/Fjarðabyggð