Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, voru í gær færðir mislitir sokkar til að minna á alþjóðlega Downsdaginn sem er á þriðjudaginn.
Það var hann Jón Árni sem gaf forsetanum sokkana við skemmtilega athöfn á Bessastöðum og þær Arna Dís og Katla Sif færðu Guðna glæsilega boli með áprentuðum myndum af þeim sjálfum.
Forsetinn klæddist sokkunum vitaskuld strax.
Þeir eru mislitir til að minna á að mannfólkið er ekki allt eins.