Sam­tök fyrir­­­­­tækja á veitinga­­­markaði (SVEIT) segja hertar að­­­gerðir ríkis­­­stjórnarinnar vegna Co­vid-19 gríðar­­­leg von­brigði, einkum í ljósi þess að ekki hafi verið til­­­kynnt um nein úr­­­ræði fyrir greinina þegar starf­­­semi er skert með þeim hætti sem nú er gert.

Á mið­­­nætti á morgun taka gildi hertar sam­komu­tak­­­markanir og þurfa veitinga­­­staðir með vín­veitinga­­leyfi að hætta að hleypa inn við­skipta­vinum klukkan níu á kvöldin í stað ellefu. Þurfa allir að vera komnir út klukkan tíu.

Í yfir­lýsingu frá SVEIT er þess krafist að „viður­kennt verði mikil­vægi greinarinnar með því að takast á við þann al­var­lega vanda sem blasir við með beinum, hnit­miðuðum og sér­tækum úr­ræðum í þeim til­gangi að bæta það tjón sem hertar sótt­varnar­að­gerðir hafa haft á rekstrar­um­hverfi, sam­keppnis­hæfni og að­dráttar­afl veitinga­geirans.“

Þær hömlur sem settar hafa verið á veitinga­rekstur vegna far­aldursins hafi verið þung­bærar. Á­standið á veitinga­markaði sé gríðar­lega al­var­legt, frá upp­hafi hafi að­gerðirnar beinst að því að tak­marka að fólk komi saman þar sem á­fengi er selt.

Í yfir­lýsingunni eru eftir­farandi von­brigði til­tekin:

Vöntun úr­ræða. Að bein sér­tæk úr­ræði séu ekki kynnt á sama tíma og hertar að­gerðir skapar enn meiri ó­vissu og ó­fyrir­sjáan­leika fyrir þá 1.000 rekstrar­aðila og 10.000 starfs­menn sem starfa innan veitinga­geirans.

Tekju­tap. Ljóst er að tekju­tap verður enn meira en búist var við. Fyrir yfir­vofandi tak­markanir var spáð 40 milljarða tekju­tapi en nú þegar jólunum hefur verið af­lýst, annað árið í röð er ljóst að það verður enn hærra. Jól og ára­mót eru gríðar­lega anna­söm ver­tíð fyrir veitinga­geirann og á þessum 4-6 vikum hefur mikill meiri­hluti fyrir­tækja safnað sér tekjum til að takast á við fyrsta árs­fjórðung næsta árs sem er sá ró­legasti í veitinga­rekstri.

Við­bragðs­tíminn er enginn, við það eykst skulda­söfnun enn frekar og hratt. Ljóst er að í kjöl­far að­gerða geta rekstrar­aðilar ekki brugðist nógu hratt við til að geta minnkað kostnað sem leiðir til taps. Ó­boð­legt er að rekstrar­aðilar taki það þunga högg sem af­leiðing sótt­varnar­að­gerða hefur með beinum hætti á starf­semi, starfs­um­hverfi og ekki síst starfs­öryggi greinarinnar.

„Nú þegar við siglum inn í þriðja ár­tal Co­vid-19 er varla hægt að tala um for­dæma­lausa tíma. Er það ósk SVEIT að við­eig­andi að­gerða­á­ætlun verið hönnuð með það fyrir augum að rekstrar­aðilar öðlist öryggi og stöðug­leika þegar gripið er til sótt­varnar­að­gerða. Þar sem við­eig­andi úr­ræði verða í boði strax og gripið er til að­gerða“, segir við lok yfir­lýsingarinnar.