Rósa Elísa­bet Er­lends­dóttir er afar ó­sátt út í sóknar­nefnd Heyda­la­kirkju í Breið­dal eftir að tré sem stóð við hliðina á leiði frænda hennar var sagað niður án þess að fjöl­skylda hennar hefði neitt um það að segja. Austur­frétt greinir frá.

„Við erum bæði sorg­mædd og reið og þetta eigin­lega búið að eyði­leggja jólin fyrir fjöl­skyldunni,“ segir Rósa.

Rósa greindi frá málinu á sam­fé­lags­miðlum og hefur fjöldi fólks tekur undir gagn­rýnina og telja að sóknar­nefndin hafi staðið mjög illa að snyrtingu kirkju­garðsins í sumar. Þöku­lagt hafi verið yfir stór svæði, tré og hríslur fjar­lægðar og þá fannst einn kross brotinn í garðinum. Rósa vill meina að um sé að ræða skemmdar­verk á leiðum fólks.

„Við fjöl­skyldan höfum fyrir venju að heim­sækja tvisvar á ári, votta virðingu okkar, snyrta og slíkt. Nú komum við að og það búið að saga niður tré sem pabbi setti niður hjá leiði bróður síns og móður. Það var búið að þöku­leggja yfir blóm á öðrum leiðum í garðinum og allt án þess að hafa neitt sam­band við ættingja. Þetta eru alveg hræði­legar með­farir,“ segir hún.

Við erum bæði sorg­mædd og reið og þetta eigin­lega búið að eyði­leggja jólin fyrir fjöl­skyldunni.

Að sögn sóknar­nefndar Heyda­la­kirkju var garðurinn snyrtur af sjálf­boða­liðum seint í sumar enda hafi verið mikil þörf á að hreinsa hann. Það hafi ekki verið ætlunin að skemma neitt en á­kvörðun hafi verið tekin um að fjar­lægja illa farin tré og halda í fjöl­ærar plöntur. Sóknar­nefndin segir það hafa verið ó­mögu­legt að hafa sam­band við alla ættingja hinna látnu því hlaupi á hundruðum.

Nefndin hefur beðist af­sökunar á fram­ferðinu og lofað um­bótum en Rósa gefur þó lítið fyrir af­sökunar­beiðnina.

„Heldur þetta fólk virki­lega að þessi hálf­s­öguðu tré muni ná sér að nýju eða að blóm sem lifað hafa lengi á leiðum rífi sig gegnum þökur? Það er varla að fara að gerast og mér er ekki runnin reiðin yfir að ekki skyldi vera haft beint sam­band við að­stand­endur áður en farið var í svona lagað,“ segir hún í sam­tali við Austur­frétt.