Það fór aldrei svo að fyrstu jóladagarnir á höfuðborgarsvæðinu yrðu marauðir, en hvít og hrein föl settist á borgarlandið á öðrum degi jóla.

Víða annars staðar á landinu voru fyrstu jóladagarnir rauðir, svo sem á Akureyri þar sem snjóaði ekki fyrr en á þriðja degi jóla, en þar hefur kyngt niður snjó undanfarna daga.

Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings hafa rauð jól verið fátíð í öllu þéttbýli hér á landi á síðustu áratugum. Það hafi þó gerst árið 1933, en svo ekki fyrr en 1997 og svo aftur 2002, en raunar hafi jólin 2018 líka verið harla nálægt því að teljast rauð.