Jóla­gjafirnar sem íslendingar sendu ástvinum sínum í Bandaríkjunum og týndust á JFK-flug­velli fundust í gær og eru nú komnar í dreifingu á á­fanga­staði sína.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Íslandspósti sem fékk stað­festingu frá mót­takanda á JFK-flug­velli í gær.

Eins og fram kom í frétt um málið í gær týndust vöru­bretti Ís­lands­pósts með 200 jóla­gjöfum frá Ís­landi á flug­vellinum sem stað­settur er í New York. Við­skipta­vinir Ís­lands­pósts voru afar ó­sáttir við skort á upp­lýsingum frá fyrir­tækinu og voru margir í sárum vegna glataðra jóla­gjafa.