Matt­hildur, sam­tök um skaða­minnkun, í sam­starfi við not­enda­sam­tökin Við­mót, sam­tök um mann­úð­lega vímu­efna­stefnu, vilja tryggja að ein­staklingar sem glíma við heimilis­leysi og leita í neyðar­skýlin yfir há­tíðinar fái einnig gjafir um jólin.

Á hverju ári eru tugir ein­stak­linga sem leita yfir há­tíðirnar í neyðar­skýli fyrir heimilis­lausa. Um er að ræða neyðar­skýlin fyrir karl­menn á Granda og á Lindar­götu og fyrir konur í Konu­koti.

Sam­tökin hafa í sam­starfi við neyðar­skýlin þrjú út­búið ein­falda boð­leið fyrir al­menning til að taka þátt, sem eykur líkurnar á því að allir gestir neyðar­skýlana fái jóla­pakka um há­tíðirnar.

Al­menningur fer ein­fald­lega með vörur eða inn­pakkaða jóla­gjöf í neyðar­skýlin á opnunar­tíma þess. Starfs­fólk tekur síðan við vörum/jóla­pakkanum og færir gestum neyðar­skýlisins inn­pakkaðan jóla­pakka um jólin.

Sér­stak­lega er óskað eftir eftir­farandi í jóla­pakkana: Sokkum, sígarettu­pökkum, kveikjurum, fingra­vettlingum, húfum, nammi, föður­landi, ullar­bolum, heyrnar­tólum og snyrti- og hrein­lætis­vörum.

Sam­tökin segja opnunar­tíma neyðar­skýlana vera alla daga frá klukkan 17:00 til 10:00 morguninn eftir og eru skýlin stað­sett á Granda­garði 1A, Eski­hlíð og Lindar­götu 48.