Matthildur, samtök um skaðaminnkun, í samstarfi við notendasamtökin Viðmót, samtök um mannúðlega vímuefnastefnu, vilja tryggja að einstaklingar sem glíma við heimilisleysi og leita í neyðarskýlin yfir hátíðinar fái einnig gjafir um jólin.
Á hverju ári eru tugir einstaklinga sem leita yfir hátíðirnar í neyðarskýli fyrir heimilislausa. Um er að ræða neyðarskýlin fyrir karlmenn á Granda og á Lindargötu og fyrir konur í Konukoti.
Samtökin hafa í samstarfi við neyðarskýlin þrjú útbúið einfalda boðleið fyrir almenning til að taka þátt, sem eykur líkurnar á því að allir gestir neyðarskýlana fái jólapakka um hátíðirnar.
Almenningur fer einfaldlega með vörur eða innpakkaða jólagjöf í neyðarskýlin á opnunartíma þess. Starfsfólk tekur síðan við vörum/jólapakkanum og færir gestum neyðarskýlisins innpakkaðan jólapakka um jólin.
Sérstaklega er óskað eftir eftirfarandi í jólapakkana: Sokkum, sígarettupökkum, kveikjurum, fingravettlingum, húfum, nammi, föðurlandi, ullarbolum, heyrnartólum og snyrti- og hreinlætisvörum.
Samtökin segja opnunartíma neyðarskýlana vera alla daga frá klukkan 17:00 til 10:00 morguninn eftir og eru skýlin staðsett á Grandagarði 1A, Eskihlíð og Lindargötu 48.