Flutningabíll sem var á leið yfir Stórabeltisbrú í gærkvöldi lenti í vandræðum vegna mikillar hálku á veginum sem leiddi til þess að aftari vagn bílsins fór út af brúnni og jólagjafir fóru í sjóinn.

Tjaldið á aftari vagn bílsins rifnaði vegna hvassra vinda og hékk bíllinn yfir brún brúarinnar.

„Vagninn hékk út af brúnni og tel ég að einhverjar jólagjafir hafi fallið í sjóinn,“ segir Stefan Jensen varðstjóri hjá lögreglunni á Suður Sjálandi og Lolland- Falster í samtli við fréttastofu TV 2- austur.

Mikil snjókoma hefur verið í Danmörku síðastliðinn sólarhring og haft áhrif á umferðina, en engin slys urðu á fólki.