Bandaríska lyfjafyrirtælið Johnson & Johnson hefur verið dæmt til að greiða manni átta milljarða dollara í bætur fyrir að upplýsa neytendur ekki nægilega vel um aukaverkanir lyfsins Risperdal af því er kemur fram í frétt BBC um málið. Upphæðin samsvarar um eitt þúsund milljarða króna.
Nicholas Murray byrjaði að taka lyfið árið 2003, þegar hann var níu ára, eftir að hann hafði greinst á einhverfurófinu en lyfið er ætlað þeim sem eru með geðklofa eða geðhvarfasýki. Eftir að Murray hóf að taka lyfin fóru að vaxa á hann brjóst en hann hafði ekki verið upplýstur um að lyfin gæti haft þær aukaverkanir.

Fjöldi lögsókna
Árið 2015 var Johnson & Johnson dæmt til að greiða Murray 1,75 milljón dollara en áfrýjunardómstólar lækkuðu upphæðina í 680 þúsund dollara, eða 85 milljón íslenskra króna. Fyrirtækið mun koma til með að áfrýja málinu og eru þau viss um að málinu verði vísað frá.
Fyrirtækið var fyrr á árinu dæmt til að greiða 572 milljón dollara, eða rúmlega 71 milljarð íslenskra króna, fyrir hlutverk þeirra í að ýta undir ópíóðafaraldur í Oklahoma-fylki Bandaríkjanna. Þar að auki á lyfjarisinn von á ákærum eftir að afhjúpað var að stjórnendur fyrirtækisins væru kunnugt um að leifar af asbesti væri að finna í púðurvörum þeirra.