Fjall­göngu­maðurinn John Snorri Sigur­jóns­son og þeir Alis Sadpara og Juans Pablos Mohrs eru nú taldir af. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi í Pakistan í morgun. Ekkert hefur spurst til fjall­göngu­mannanna í tæpar tvær vikur eða frá 5. febrúar síðast­liðnum.

Raja Nasir Ali Khan, ferð­­mála­ráð­herra Gil­git Baltistan-héraðsins í Pakistan, greindi frá því á Twitter í dag að mennirnir væru taldir af þar sem engin um­merki um þá hafi fundist þrátt fyrir ítar­lega leit.

Farin hefur fram viða­mikil leit af mönnunum frá því að þeir týndust og hafa þyrlur, flug­vélar og reyndir fjall­göngu­menn að­stoðað við leitina. Ekkert hefur þó komið upp úr krafsinu og engar vís­bendingar um stað­setningu mannanna hafa komið upp á yfir­borðið.

Ali Khan vottaði vinum og ættingjum fjall­göngu­mannanna sína dýpstu sam­úð á Twitter.