Fjallgöngu­kappinn John Snorri Sigur­jóns­son er kominn í grunn­búðir fjallsins K2 í Pakistan eftir níu daga ferða­lag. Þar eru hvorki meira né minna en -27 gráður en John, á­samt fylgdar­liði, virðist hafa komið sér nokkuð vel fyrir í búðunum, eins og sjá má á mynd sem hann birti á sam­fé­lags­miðlum.

„Á morgun er hvíldar­dagur.. við erum öll þreytt eftir erfiða daga,“ skrifar John Snorri á Face­book. Hann bætir því við að á föstu­dag verði hafist handa við að undir­búa ferða­lagið upp á topp en John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til þess að komast upp á topp K2 að vetri til.

The whole team has finally reached K2 base camp after 9days on the Baltoro glacier. We have been establishing our camp...

Posted by John Snorri on Wednesday, January 22, 2020

Hann varð fyrsti Ís­lendingurinn til þess að komast á topp K2 að sumri til, en þangað fór hann árið 2017. John Snorri ræddi ferðalagið í helgarblaði Fréttablaðsins á dögunum og sagði meðal annars frá þeirri vinnu sem hópurinn þarf að vinna í grunnbúðunum.

„Við tökum með um sex kílómetra af línu, búnaður verður að vera í lagi til að hægt sé að ferðast af öryggi. Hæðaraðlögunin skiptir miklu máli. Við ferðumst því upp og niður á milli búða, vonandi komum við línunum áleiðis í búðir fjögur fyrir 20. febrúar, því fyrir mánaðamótin febrúar/mars viljum við hafa allt klárt. Þá bíðum við eftir ákjósanlegum veðurskilyrðum til að komast upp fjallið. Við höfum 20 daga til þess og vonandi opnast gluggi á því tímabili. Í heildina getur svona leiðangur farið upp í 90 daga og oft þarf að bíða af sér vond veður og bíða réttra skilyrða til að ná á toppinn,“ sagði hann.