Þau John og Char­lotte Hender­son frá Texas í Banda­ríkjunum eru sam­tals 211 ára gömul en þau eru komin í heims­meta­bók Guin­ness og eru elstu hjón í heimi, að því er fram kemur á vef CNN.

John er 106 ára gamall en Char­lotte er 105 ára gömul og því einu ári yngri. Þann 15. desember næst­komandi munu þau koma til með að fagna átta­tíu ára brúð­kaups­af­mæli. Þau kynntust í tíma í há­skólanum í Texas árið 1934 þar sem Char­lotte var við kennara­nám en John í ruðnings­liði skólans, að því er segir í um­fjöllun CNN.

Þau giftu sig árið 1939 á tímum kreppunnar miklu og eyddu sjö dollurum í hótel­her­bergi fyrir brúð­kaups­ferðina sína. John er elsti nú­lifandi með­limur ruðnings­lið há­skólans.

Í um­fjöllun miðilsins eru þau bæði sögð við hesta­heilsu en John stundar meðal annars líkams­rækt á hverjum degi. Tíu ár eru síðan þau fluttu í Long­horn hverfið, sem er hverfi eldri borgara fyrir fyrr­verandi nem­endur í Texas há­skólanum.

Spurður að því hver lykillinn sé að lang­lífi svarar John því að það sé hóf­semd og alúð í garð makans.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot