Jóhannes Tryggvi Svein­björns­son var í dag sakfellur í Héraðs­dómi Reykja­ness fyrir að hafa nauðgað konu á nudd­stofu sinni árið 2012. Þetta er í annað sinn sem Jóhannes Tryggvi er dæmdur fyrir kyn­ferðis­brot gegn konum en á síðasta ári hlaut hann sex ára dóm fyrir að brjóta gegn nokkrum konum.

Fyrst var greint frá á vef mbl.is. Þar kemur fram að í dag hafi Jóhannesi verið dæmdur 12 mánaða hegningar­auki til við­bótar við þau sex ár sem hann var dæmdur til að af­plána í fyrra og er því dómur hans í heild sjö ár fyrir öll brotin.

Lög­maður Jóhannesar til­kynnti það fyrir dómi í dag að hann myndi á­frýja þessari niður­stöðu til Lands­réttar.